Millispil // Intermezzo (2016)

https://soundcloud.com/user-85717632/millispil

1. Text

2:30 mínútna hljóðverk af móður minni setjast við píanó og æfa sig fyrir páskamessu á Suðureyri. Eina sem þú heyrir þó er millispilið eða stundin á milli kafla þegar flæðið í tónlistinni stoppar og flytjandinn tekur sér stund þar sem hún flettir nótnablöðunum.

Þú heyrir hana undirbúa sig líkamlega og andlega, heyrir hana velja staði sem reynast henni krefjandi, þú heyrir hana ná fullri einbeitingu til þess að spila Sarabande og Preludium nr. 56 eftir Johann Sebastian Bach. Dernier Couple, Amen. Adagio eftir Händel, Sarabande eftir Domenico Zipoli og síðast Courante eftir Kirchoff. Þú heyrir hana dæsa og andvarpa, þú heyrir hvernig hún fléttir blöðunum ákaft og með látum öðru hverju, þú heyrir hvernig hún er þolinmóð gagnvart æfingunni, þú kynnist öguðu og löngu sambandi hennar við píanóið, einnig sambandi foreldra minna þar sem faðir minn flautar lagið sem hún spilar og síðast kynnist þú heimilinu þar sem þurrkarinn ómar í bakgrunni.

Millispilið er jafn mikilvægt og tónlistin sjálf, þar kynnist maður karakter flytjandans og nærveru hennar mun betur en í flutningnum sjálfum, það er þetta millispil sem mótar flytjandann og það er eina leiðin til þess að halda áfram í næsta kafla.

///

Intermezzo is a 2:30 minute sound piece of my mother sitting down at the piano to practice for Easter Mass in Suðureyri. The one thing you hear is the Intermezzo or the moment between acts when the flow of the music stops and the player takes a moment to leaf through the pages.

One listens to her prepare both physically and mentally, one hears how she chooses places that prove challening, one hears her achieve full concentration to play Sarabande and Preludium nr. 56 by Johan Sebastian Bach, Dernier Couple, Amen by Handel, Sarabande by Domenico Zipoli and last Courante by Gottfried Kirchoff. One listens to her groan and sigh, hears how turning the pages sometimes becomes more agitated, notices her respect for the rehearsal and gets to know her long standing and disciplined relationship with the piano. One also gets to know the relationship between my parents when you hear my father whistle along with the tune she is playing and their home where the dryer sounds in the background.

The Intermezzo is as important as the music itself, this is where one gets to know the character of the musician, feels her presence much better than during the performance itself, the Intermezzo transforms the musician and is the only way to continue into the next musical act

Close
Using Format